Upptaka frá hrútafundinum sem haldinn var á Hvanneyri í gær komin á vefinn

Í gær var haldinn kynningarfundur Sauðfjársæðingastöðvar Vesturlands á Hvanneyri og mættu um 50 manns á fundinn. Framsögumenn á fundinum voru Lárus G. Birgisson sauðfjárræktarráðunautur og Jón Viðar Jónmundsson landsráðunautur í sauðfjárrækt.

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast þá upptöku með því að smella hér.

Vert er að benda á tímasetningu annarra kynningarfunda en þeir verða haldnir sem hér segir:

– Föstudaginn 19. nóv. Í Grunnskóla Reykhólahrepps kl. 10:00
– Föstudaginn 19. nóv. Dalabúð, Búðardal kl. 15:00
– Föstudaginn 19. nóv. Breiðabliki, Snæfellsnesi kl. 20:30
– Miðvikudaginn 24. nóv. Holt í Önundarfirði kl. 20:00

Dagskrá: Skipulag sæðingastarfsins, verðskrá stöðvarinnar, hrútakosturinn og kynbótastarfið í sauðfjárrækt.