Á www.nautskra.net eru nú komnar upplýsingar um fleiri ungnaut úr árgangi 2007. Um er að ræða naut á númerabilinu 07031-07049. Þetta eru synir þeirra Hersis 97033, Glanna 98026, Umba 98036 og Laska 00010.
Sauðfjárræktarfélagið Búi á Snæfellsnesi og Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis hafa nýlega opnað vefsíður, þar sem ýmislegt fróðlegt er að sjá og margar skemmtilegar myndir.
Málstofa verður haldin á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands í Ásgarði á Hvanneyri mánudaginn 12. janúar klukkan 15. Þar mun Elsa Albertsdóttir doktorsnemi í kynbótafræði við LbhÍ flytja erindi en rannsóknarverkefni hennar ber heitið Samþætt kynbótamat íslenska hestsins – kynbóta og keppniseiginleikar. Hægt verður að fylgjast með erindinu á heimasíðu LbhÍ. Sjá hér. Margir ræktendur íslenska hestsinsRead more about Málstofa LbhÍ – Samþætt kynbótamat íslenska hestsins[…]
Geitfjársetur er meðal þeirra tíu fyrirtækja sem hlutu tveggja milljóna króna styrk frá fjármálaráðuneytinu í dag. Um var að ræða styrki til atvinnumála kvenna og var samtals úthlutað 50 milljónum króna til 56 verkefna. Verkefnin að þessu sinni voru afar fjölbreytt, svo sem þjónusta af ýmsu tagi, framleiðsla, hönnun og félagsleg verkefni. Sem fyrr segirRead more about Geitfjársetur fær styrk[…]
Eins og flestir þeir sem skoðað hafa nýju hrútaskrána hafa rekið augun í eru einstaklingsdómar hrútanna ekki birtir þar. Fyrir því eru góð og gild rök en eigi að síður sakna margir þess að hafa ekki dómana til upplýsingar við val á sæðingahrútum. Til þess að mæta þeim óskum hafa dómar hrútanna nú verið teknirRead more about Dómar á sæðingahrútum[…]