Geitfjársetur fær styrk

0 (29)Geitfjársetur er meðal þeirra tíu fyrirtækja sem hlutu tveggja milljóna króna styrk frá fjármálaráðuneytinu í dag. Um var að ræða styrki til atvinnumála kvenna og var samtals úthlutað 50 milljónum króna til 56 verkefna. Verkefnin að þessu sinni voru afar fjölbreytt, svo sem þjónusta af ýmsu tagi, framleiðsla, hönnun og félagsleg verkefni.
Sem fyrr segir fengu tíu umsækjendur hæsta mögulega styrk, eða tvær milljónir króna. Þar á meðal er geitfjársetrið sem verður miðstöð geitfjárræktunar í landinu þar sem stunduð verður markviss geitfjárræktun, unnar verðar vörur úr afurðum geita og þær seldar á staðnum og í völdum verslunum. Verkefnið snýst enn fremur um að vernda íslenska geitfjárstofninn sem telur einungis 500 dýr. Að setrinu stendur Jóhanna B. Þorvaldsdóttir.
Frétt á visir.is