Í haust mun Whole Foods kynna íslenska kjötið undir fyrirsöginni “Einfaldlega bragðbesta lambakjöt í veröldinni”. Þetta er mikil viðurkenning fyrir íslenskt lambakjöt og íslenskan landbúnað og hvetur framleiðendur til enn frekari dáða. Hægt er að nálagst kynningarefni frá Whole Foods inn á heimasíðu LS með því að smella hér.
Umsóknarfrestur til að sækja um þróunar- og jarðabótaverkefnin rennur út 20. september n.k. Bændur eru hvattir til að sækja um sem fyrst. Með því að smella hér má nálgast umsóknareyðublað, rafræna umsókn og reglur fyrir verkefni ársins.
Uppfærða hollaröðun fyrir síðsumarsýninguna á Mið-Fossum má nálgast með því að smella hér. Yfirlitssýningin verður fimmtudaginn 26. ágúst og hefst kl 8:00.
Mikil þátttaka er á fyrirhugaðri síðsumarssýningu á Vesturlandi í næstu viku eða 114 hross skráð til dóms. Hollaröð fylgir hér með en yfirlitssýning verður fimmtudaginn 26. ágúst og hefst kl. 8:00. Hollaröð má nálgast með því að smella hér.