Í tilraunaskyni hefur verið ákveðið að setja ungnautaspjöldin einungis á Netið þegar ungnautin eru sett í dreifingu. Tilgangurinn er sá að koma upplýsingum um nautin fyrr á framfæri en ella og jafnframt að nýta upplýsingatæknina. Fyrst um sinn er gert ráð fyrir að prenta spjöldin í heild fyrir árganginn. Takist þessi tilraun og skili viðunandi árangriRead more about Ungnautaspjöld á Netið[…]
Á heimasíðu Bændasamtaka Íslands er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir búfjáreigendur til að bregðast við öskufalli. Þær má nálgast með því að smella hér.
Mikil umfjöllun hefur verið um möguleika til stórfelldrar olíuvinnslu úr repju og nepju hér á landi. tilraunir og athuganir sem gerðar hafa verið til þessa benda þó eindregið til þess að slík ræktun sé verulega áhættusöm. Á heimsíðu Búgarðs er að finna frétt um árangur þriggja bænda í Eyjafirði sem sáðu repju á síðasta ári.Read more about Repjuakrar koma misjafnlega undan vetri[…]
Aðalfundur Búnaðarsambands Vestfjarða var haldinn þann 16. apríl sl. Fundargerð aðalfundar BSV má nálgast í heild sinni inn á heimasíðunni www.buvest.is undir fundargerðum/aðalfundur Búnaðarsambands Vestfjarða 2011. Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á fundinum: Aðalfundur Búnaðarsambands Vestfjarða haldinn á Reykhólum 16. apríl 2011 lýsir yfir fullum stuðningi við framkomna tillögu Búnaðarþings 2011 varðandi andstöðu við inngöngu ÍslandsRead more about Aðalfundur Búnaðarsambands Vestfjarða[…]
Tilgangur verkefnisins er að styrkja þróun í svæðisbundinni matargerð með því að framleiða og selja matvörur sem byggja á hráefni, sögu og þekkingu á ákveðnum svæðum. Ennfremur er markmiðið að auka samstarf milli fyrirtækja í ferðaþjónustu og lítilla fyrirtækja sem framleiða matvörur og auðvelda þeim sameiginlega markaðssetningu á svæðinu. Þeir, sem taka þátt í verkefninuRead more about Krásir – matur úr héraði – Þróunarverkefni á sviði svæðisbundinnar matargerðar[…]