Ungnautaspjöld á Netið

Í tilraunaskyni hefur verið ákveðið að setja ungnautaspjöldin einungis á Netið þegar ungnautin eru sett í dreifingu. Tilgangurinn er sá að koma upplýsingum um nautin fyrr á framfæri en ella og jafnframt að nýta upplýsingatæknina. Fyrst um sinn er gert ráð fyrir að prenta spjöldin í heild fyrir árganginn. Takist þessi tilraun og skili viðunandi árangri verður smám saman hætt við prentuðu útgáfuna. Athugið að spjöldin geta menn prentað út sjálfir en uppsetning er óbreytt frá fyrri útgáfum.

Mikilvægt er að fá viðbrögð kúabænda við þessu fyrirkomulagi og eru athugasemdir vel þegnar á netfangið mbj@bondi.is.

Nautaspjald fyrir maí má nálgast hér.

//bondi.is