Búnaðarfélag Mýramanna boðar til almenns fundar um ESB og framtíð landbúnaðar á Íslandi

40Af því tilefni að nú eru liðin 4 ár frá Mýraeldunum miklu þá verður vorhátíð Búnaðarfélags Mýramanna sett miðvikudaginn 14. apríl með almennum fundi í Lyngbrekku þar sem gagnrýnar umræður verða um ESB og málefni bænda þar að lútandi. Mæta þar frummælendurnir: Jón Baldur Lorange og Kolfinna Jóhannesdóttir, fundurinn hefst kl. 20.30 og eru allir hvattir til að mæta.
Laugardaginn 17. apríl kl. 13.00 heldur síðan dagskrá vorhátíðarinnar áfram og verður nánar auglýst síðar.