Viðurkenning fyrir bestu hrúta sæðingastöðvanna var veitt á afmælisráðstefnu Landsamtaka sauðfjárbænda 9. apríl. Á síðasta ári hófu sæðingarstöðvarnar að veita þessa viðurkenningu sem eru farandgripir og mikil listaverk eftir Sigríði Kristjánsdóttur á Grund, styttur af hrúti. Að þessu sinni var það félagsbúið á Ytri-Skógum sem fékk viðurkenningu fyrir besta lambaföðurinn og Hestbúið fyrir besta alhliða kynbótahrútinn. Nánari umfjöllun um verðlaunaafhendinguna ásamt myndum má finna á vef Bændasamtaka Íslands með því að smella hér. Þar má einnig finna afrekssögu verðlaunahrútanna.