Nú liggur fyrir uppgjör skýrsluhalds í nautgriparæktinni fyrir árið 2012. Ánægjulegt er að segja frá því að bú
á starfssvæði BV er efst yfir landið en það er Miðdalur í Kjós með afurðirnar 8.086 kg mjólkur eftir hverja árskú og vert að
óska þeim Guðmundi og Svanborgu til hamingju með góðan árangur.
Meðaltalsafurðir yfir landið hafa hækkað milli ára og eru nú 5.606 kg eftir hverja árskú. Það er einnig hækkun
afurða á svæði BV og er nú meðaltalið 5.313 sem er hækkun um 160 kg/pr árskú. Einnig má geta þess að nú árið 2012 eru
5 bú á svæði BV með meðalafurðir yfir 7.000 en voru aðeins 3 árið 2011.
Þegar skoðað er uppgjör afurðahæstu kúa árið 2012 er það kýrin Urður 1229 á Hvanneyri sem er með mestu
afurðir landsins að þessu sinni eða 13.031 kg mjólkur. Það vekur athygli að nú eru 13 kýr á svæði BV sem hafa
ársafurðir yfir 10.000 kg mjólkur en árið 2011 voru þær 8 stk. Hér fylgir tafla yfir þessar kýr ásamt töflu yfir 10 hæstu bú á svæði BV.