Sækja þarf um nýliðunarstyrkir í sauðfjárrækt fyrir 1.mars

Nýliðunarstyrkir í sauðfjárrækt

Matvælastofnun auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til frumbýlinga í sauðfjárrækt samkvæmt ákvæðum núgildandi samnings um starfsskilyrði í sauðfjárrækt og reglugerð nr. 1221/2015, Viðauka IV (Verklagsreglur um úthlutun bústofnskaupastyrkja til frumbýlinga). Opnað hefur verið fyrir umsóknir á Bændatorginu (undir MAST búnaðarmálaskrifstofa).

Rafrænar umsóknir skal fylla út á Bændatorginu eigi síðar en 1. mars 2016. Rafrænt umsóknarform er að finna á Bændatorginu. Vinsamlegast athugið að aðeins er tekið á móti umsóknum í gegnum Bændatorgið.

Nánari upplýsingar veita:
Guðrún S. Sigurjónsdóttir, fulltrúi búnaðarmálaskrifstofu Matvælastofnunar
Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri búnaðarmálaskrifstofu Matvælastofnunar