Hrútaskráin 2015-2016 er komin á vefinn

Hrútaskráin 2015-2016 er komin á vefin. Prentaðu útgáfunni mun verða dreift á kynningafundum á Vesturlandi sem verða eins og hér segir:

Hvanneyri mánudagskvöldið 23.nóv kl. 20:30
Grunnskólanum Reykhólum þriðjudaginn 24.nóv kl. 16:00
Laugum Sælingsdal þriðjudagskvöldið 24. nóv kl. 20:30
Breiðabliki Snæfellsnesi fimmtudagskvöldið 26. nóv kl. 20:30
Holti Önundarfirði mánudagskvöldið 30.nóv kl. 20:30

Bændur á starfssvæði Búnaðarsamtaka Vesturlands eiga að panta í pöntunarformi með því að smella á tengilinn hér til hliðar “Panta sauðfjársæði” en bændur á öðrum starfssvæðum eiga að panta hjá sínum búnaðarsamböndum.