Mjólkurskýrslur 2009 – fyrstu tölur.
Við bráðabirðauppgjör ársins 2009 í mjólkurframleiðslunni kemur í ljós að heildarnyt árskúa yfir landið hefur örlítið lækkað. Hér á svæði Búnaðarsamtaka Vesturlands hefur meðal ársnytin lækkað einnig nokkuð milli ára. Þegar skoðuð eru hæstu búin miðað við nyt eftir árskú, þá er Tröð í fyrrum Kolbeinsstaðahrepp hæst hér á svæðinu með meðalnyt 7.480 kg, þar á eftir kemur svo Hannes Magnússon á Eystri-Leirárgörðum með 7.410 kg. Þegar hinsvegar eru skoðuð hæstu búin miðað við kg verðefna þá kemur búið á Hraunhálsi hjá Guðlaugu og Eyberg hæst út með 589,5 kg af verðefnum. Sjá töflur að neðan.
Býli | árskýr | ársnyt | fita | prótein |
370105 Tröð Steinar Guðbrandsson | 26,5 | 7.480 | 4,22 | 3,38 |
350192 Eystri-Leirárgarðar Hannes Magnússon | 21,2 | 7.410 | 4,11 | 3,30 |
370179 Hraunháls Guðlaug og Eyberg | 24,7 | 7.119 | 4,81 | 3,47 |
350191 Eystri-Leirárgarðar ehf | 43,7 | 6.990 | 3,95 | 3,33 |
260111 Miðdalur Guðmundur og Svanborg, | 25,4 | 6.751 | 4,93 | 3,30 |
380127 Lyngbrekka Sigurður og Bára | 60,3 | 6.734 | 4,21 | 3,33 |
360596 Melur sf | 43,1 | 6.704 | 4,25 | 3,32 |
370132 Stakkhamar 2 Laufey og Þröstur | 42 | 6.679 | 4,36 | 3,35 |
360560 Leirulækjarsel Edda Björk Hauksdóttir | 28,2 | 6.674 | 3,72 | 3,30 |
260121 Káranes ehf | 69,6 | 6.544 | 3,89 | 3,22 |
Býli | árskýr | ársnyt | kg fita | kg prótein | Samtals verðefni |
370179 Hraunháls Guðlaug og Eyberg | 24,7 | 7.119 | 342,4 | 247,0 | 589,5 |
370105 Tröð Steinar Guðbrandsson | 26,5 | 7.480 | 315,7 | 252,8 | 568,5 |
260111 Miðdalur Guðmundur og Svanborg | 25,4 | 6.751 | 332,8 | 222,8 | 555,6 |
350192 Eystri-Leirárgarðar Hannes | 21,2 | 7.410 | 304,6 | 244,5 | 549,1 |
370132 Stakkhamar 2 Laufey og Þröstur | 42 | 6.679 | 291,2 | 223,8 | 515,0 |
350191 Eystri-Leirárgarðar ehf | 43,7 | 6.990 | 276,1 | 232,8 | 508,9 |
380127 Lyngbrekka Sigurður og Bára | 60,3 | 6.734 | 283,5 | 224,2 | 507,7 |
360596 Melur sf | 43,1 | 6.704 | 284,9 | 222,6 | 507,5 |
360425 Helgavatnsbúið | 81,5 | 6.340 | 287,2 | 209,9 | 497,1 |
450101 Árbær Þórður Jónsson | 8,6 | 6.057 | 290,7 | 205,3 | 496,1 |
Þegar skoðaðar eru einstakar kýr á svæðinu þá er það Huppa nr. 94 á Káranesi sem ber af miðað við ársnyt og er hún í 2.sæti yfir landið með 12.118 kg mjólkur, Huppa mjólkaði 12.646 kg árið 2008. Í öðru sæti er svo Nóna nr.339 á Eystri-Leirárgörðum ehf. með 11.034 kg af mjólk, hún mjólkaði 9.002 kg árið 2008 og er þá með aukningu uppá rúmlega 2.000 kg milli ára. Ef hinsvegar er litið á hæstu kýr miðað við verðefni þá fer Nóna í 1.sætið með 869,5 kg af verðefnum og Huppa með 853,1 kg. Þetta eru greinilega mjög öflugar kýr sem bera af í afurðum árið 2009. Sjá nánar í töflum.
kýr | faðir | Ársnyt kg | prótein | fita | Býli |
1452971-0094Huppa | 99016 Viti | 12.118 | 3,23 | 3,81 | 260121 Káranes |
0339 Nóna | 02033 Nói | 11.034 | 3,36 | 4,52 | 350191 Eystri-Leirárgarðar ehf. |
346 | 02048 Ás | 10.752 | 3,38 | 3,90 | 360557 Lambastaðir |
0255 Stilla | 94032 Punktur | 10.671 | 2,99 | 4,44 | 360425 Helgavatn |
1337341-0210 Sóla | 02031 Fleygur | 10.476 | 3,33 | 3,41 | 350191 Eystri-Leirárgarðar ehf. |
1347501-1019 Sæta | 03028 Leiknir | 10.355 | 3,19 | 3,59 | 350513 Hvanneyri |
kýr | faðir | Ársnyt kg | kg fita | kg prótein | samtals verðefni | Býli |
0339 Nóna | 02033 Nói | 11.034 | 498,7 | 370,7 | 869,5 | 350191 Eystri-Leirárg. ehf |
0094Huppa | 99016 Viti | 12.118 | 461,6 | 391,4 | 853,1 | 260121 Káranes |
0166 Laxdæla | 96009 Lax | 9.311 | 499,0 | 304,4 | 803,5 | 370179 Hraunháls |
0288 Nóta | 94032 Punktur | 10.260 | 463,7 | 331,3 | 795,2 | 360425 Helgavatn |
0255 Stilla | 94032 Punktur | 10.671 | 473,7 | 319,0 | 792,9 | 360425 Helgavatn |
0158 Lýsa | 94026 Frískur | 9.115 | 460,3 | 324,4 | 784,8 | 370132 Stakkhamar 2 |
Skýrsluhaldarar sem skila á pappír hafa nú þegar fengið sent ársyfirlit fyrir sitt bú, þeir sem eru með aðgang að www.huppa.is geta sótt og prentað út sín yfirlit undir liðnum –uppgjör – ársyfirlit – velja síðan mánuðinn desember og árið 2009.
Búnaðarsamtök Vesturlands | 01/22/2010 Uppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar 2009 Ársuppgjör 2009 hefur nú verið sett á vefinn og má nálgast helstu uppgjörstölur á vef nautgriparæktarinnar Tvær kýr ná afurðum yfir 12.000 kg þetta árið en Huppa 94, Vitadóttir frá Káranesi í Kjós er næst afurðahæst með 12.118 kg. Þess má geta að þessar tvær kýr stóðu einnig á toppnum árið 2008. Hestu tölur á svæði Búnaðasamtaka Vesturlands má sjá hér. |