Umsóknarfrestur vegna náms við LbhÍ er til 4. júní

Landbúnaðarháskóli Íslands býður uppá fjölbreytt nám í gegnum fjarnám, endurmenntun, starfsmennta- og háskólanám.
Við minnum á að umsóknafrestur í skólann er til 4. júní og má finna allar upplýsingar og umsóknareyðublöð á heimasíðu skólans www.lbhi.is eða hafa samband við skólaskrifstofuna s. 433 5000.

Kynnið ykkur málið og nýtið tækifærið, þið sjálf eða ykkar nánustu 😉

Góð aðstaða er til náms á starfsstöðvum skólans og einnig dvalar fyrir fjölskyldufólk á Hvanneyri, sjá háskólaþorpið.

Spáið í spilin og njótið dagsins!

Nám við Landbúnaðarháskóla Íslands
· Auðlindadeild
· Umhverfisdeild
· Starfs- og endurmenntunardeild

Háskólanám
Hægt er að stunda nám til BS prófs á fimm námsbrautum:
· búvísindum,
· hestafræði,
· náttúru- og umhverfisfræði,
· skógfræði/landgræðslu  og
· umhverfisskipulagi (fornám að landslagsarkítektúr).

Einnig er boðið upp á meistaranám (M.Sc.) og doktorsnám.

Starfsmenntanám
Á framhaldsskólastigi eru fimm námsleiðir:
· Blómaskreytingar,
· búfræði,
· garðyrkjuframleiðsla,
· skógur/umhverfi  og
· skrúðgarðyrkja

Fjarnám
Boðið er upp á fjarnám á fimm starfsmenntabrautum:
· blómaskreytingar,
· búfræðibraut,
· garðyrkjuframleiðsla,
· skrúðgarðyrkja og
· skógur/umhverfi.

Endurmenntun LbhÍ býður auk þess upp á fjölda námskeiða, sjá http://www.lbhi.is/namskeid
Námskeiðsraðir
· Reiðmaðurinn – boðið fram á fimm stöðum um landið
· Grænni skógar
· Betri vellir (íþrótta- og golfvellir)

(Tekið af vef www.lbhi.is)