Túnakort er forsenda fyrir landgreiðslum og jarðabótastyrk

Samkvæmt nýjum búvörusamningum geta bændur sótt um bæði jarðabótastyrki og landgreiðslur. Það er skilyrt að færð sé uppskera í skýrsluhaldskerfið jörð.is og að teiknuð hafi verið túnakort fyrir hvert lögbýli sem nýtt er til fóðuröflunar. Skrá þarf síðan uppskeru í jörð.is  Sjá III kafla Reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað. https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=b8287707-ebd5-4db5-ba8c-c89af4a1da1b

Búnaðarsamtök Vesturlands hefur nú ráðið starfsmann til að vinna að túnkortagerð fyrir bændur. Það er Helgi Már Ólafsson búfræðingur, sem sér nú um kortagerðina og hægt verður að ná sambandi við hann á skrifstofu BV s. 437-1215, í gsm síma 893-0715 eða í tölvupósti: helgim@bondi.is