Mars-uppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar hefur nú verið birt á vef Bændasamtakanna og er gaman að segja frá því að tvö afurðahæstu bú landsins eru á svæði BV en það er Hraunháls hjá Guðlaugu og Eyberg með 7.865 kg eftir árskúna og Tröð hjá Steinari Guðbrandssyni með 7.835 kg eftir árskú. Hér að neðan má sjá 5 hæstu búin á svæði BV eftir mars uppgjörið. Þá er það kýrin Lýsa nr.158 frá Stakkhamri sem er núna afurðahæsta kýrin á landinu með 12.424 kg mjólkur, hún er undan Frísk 94026. Hér á svæði BV er það svo kýrin Hviða nr. 211 undan Stíg 97010 sem er önnur hæst, hún er einnig frá Stakkhamri og hefur skilað 10.942 kg. Þriðja er svo kýrin Hin nr.234 frá Hraunhálsi undan Stokk 01035 og hefur hún skilað 10.275 kg.
Bær
|
Árskýr
|
Nyt
|
||
370179 | Hraunháls | Guðlaug og Eyberg | 26,6 | 7.865 |
370105 | Tröð | Steinar Guðbrandsson | 23,5 | 7.835 |
370132 | Stakkhamar 2 | Laufey og Þröstur | 44,7 | 7.148 |
260111 | Miðdalur | Guðmundur og Svanborg | 25,0 | 6.810 |
360425 | Helgavatn | Helgavatnsbúið | 76,0 | 6.700 |
Kýr Faðir afurðir tein Fita Bú
0158 Lýsa 94026 Frískur 12424 3,46 4,32 370132 Stakkhamar 2
0211 Hviða 97010 Stígur 10942 3,08 3,96 370132 Stakkhamar 2
0234 Hin 01035 Stokkur 10275 3,35 4,13 370179 Hraunháls