Sauðfjárræktarkerfið Fjarvis.is – Hvanneyri

Endurmenntun LBHI Hvanneyri

Sauðfjárræktarkerfið Fjarvis.is
Haldið í samstarfi við Bændasamtök Íslands og Búnaðarsamband Vesturlands

Námskeiðið er einkum ætlað sauðfjárbændum sem eru þátttakendur í skýrsluhaldi í sauðfjárrækt. Hámark þátttakanda er 10.
Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi einhverja reynslu í færslu skýrsluhalds og hafi með sér skýrsluhaldsgögn til að vinna með á námskeiðinu. Farið verður í allar helstu aðgerðir sem FJARVIS.IS býður upp á fyrir skýrsluhaldara m.a. skráningarþætti, fjárleitir og skýrslur. Á námskeiðinu er svarað spurningum eins og: Hvernig er staðið að skilum á skýrsluhaldi að vori og hausti? Hvað er kynbótamat gripa? Hvernig er skráð kaup og sala gripa? Hver er niðurstaða afkvæmarannsóknar? Hvernig er æviferill ærinnar? Hvernig eru sláturupplýsingar lesnar beint frá sláturhúsum?

Kennarar: Borgar Páll Bragason verkefnisstjóri hjá Bændasamtökum Íslands og Anton Torfi Bergsson ráðunautur hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands
Tími: Fim. 20. nóv. kl. 10:00-16:30 á Hvanneyri (8 kennslustundir).
Verð: 14.000kr.
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 2500kr (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590.
Skráningar: endurmenntun@lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5033/ 433