Stjórn Bændasamtaka Íslands hefur ákveðið að boða til auka búnaðarþings fimmtudaginn 24. nóvember næstkomandi. Tilefni er breytingar á samþykktum BÍ vegna innheimtu félagsgjalda. Á fundi með formönnum og framkvæmdastjórum búnaðarsambanda og búgreinafélaga var ákveðið að fara þessa leið. Þingið mun hefjast kl. 11 og ljúka samdægurs.
Skrifstofa Búnaðarsamtaka Vesturlands verður lokuð vegna sumarlokana starfsfólks 11.júlí til 2.ágúst 2016. Vegna áríðandi erinda er hægt að hringja í framkvæmdastjóra Guðmund Sigurðsson í síma 892 0659.
Nú eru 4 vikur liðnar frá því tilkynning barst um smitandi hósta í hrossum, nokkuð samtímis í Skagafirði og á Suðurlandi. Þá þegar var ljóst að veikin hafði búið um sig um nokkra hríð, 3-4 vikur hið minnsta og kannski miklu lengur. Þó ekki sé búið að greina orsökina hefur nokkur reynsla safnast um gangRead more about Smitandi hósti í hrossum – stöðumat[…]