Orkubóndinn í Borgarnesi

Orkubóndinn er námskeið fyrir áhugafólk um virkjun orku, einstaklinga, fyrirtæki, landeigendur, bændur og alla sem hafa áhuga á að beisla orkuna heima fyrir. Á námskeiðinu verður fjallað á aðgengilegan hátt um leiðir til að virkja læki eða ár, jarðhita, vindorku, sólarorku eða jafnvel fjóshauginn.
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru sérfræðingar frá Nýsköpunarmiðstöð, Orkustofnun, verkfræðistofum víða af landinu og heimamenn.  Í kjölfar námskeiðsins fá þeir þátttakendur sem þess óska aðstoð við að hrinda virkjunarhugmyndum í framkvæmd.
Nánari upplýsingar um orkubóndann má finna hér.