Ný slátrunarreglugerð

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð um aflífun búfjár.  Segja má að þar hafi verið um tímabæra endurskoðun að ræða en hluti þeirra reglna sem um efnið giltu voru frá 1957.  Reglugerðin snertir eins og gefur að skilja aðallega starfsemi sláturleyfishafa en í henni er einnig fjallað um hvernig standa ber að því að aflífa búfénað, þurfi það að fara fram utan sláturhúsa.

Reglugerðina má nálgast hér.

//saudfe.is