Ísteka er skráð lyfjafyrirtæki sem nýtir íslenskt merarblóð sem hráefni fyrir
frjósemislyfjaframleiðslu. Blóði úr fylfullum merum er safnað frá ágúst fram á
haust ár hvert. Mikil eftirspurn er eftir lyfinu á alþjóðamarkaði og hefur Ísteka
sinnt þessum markaði í um 20 ár.
Nýliðin eldsumbrot í Eyjafjallajökli hafa minnt með óvægnum hætti á þann
afkomubrest sem vofir yfir. Þorri bænda í samstarfi við Ísteka eru einmitt á
hættusvæði Eyjafjallajökuls og Kötlu. Hráefnisbrestur vegna goss í 1-2 ár getur
valdið því að markaðir tapist og þegar aðrir eru komnir inn verður seinlegt og
erfitt að komast aftur að. Við þurfum því nauðsynlega að auka birgðir okkar og
fjölga söfnunarbæjum til að minnka þessa áhættu.
Nánari upplýsingar um söfnun á merarblóði má nálgast með því að smella hér.