Næsta málstofa verður á Hvanneyri (Ásgarði) mánudaginn 15. nóvember kl. 15. Fyrirlesari er Þóroddur Sveinsson og nefnir hann erindi sitt: Vallarfoxgras í sögulegu ljósi. Þóroddur ætlar að fjalla um stórbrotna sögu vallarfoxgrassins allt frá upphafi ræktunar á fóðurgrösum hér á landi sem og erlendis. Hvaðan kom það og hvert stefnir það? Um latínu og dularfullt tegundarugl. Um vantrúna sem breyttist í trú. Um fyrstu tilraunirnar hér á landi en ekki þær síðustu. Um útbreiðslu og einkenni, kosti og galla. Og síðast en ekki síst – af hverju vallarfoxgrasið er allra mikilvægasta fóðurjurtin bolmiklar íslenskar kýr og aðrar grasaætur.
Þóroddur er tilraunastjóri á Möðruvöllum í Hörgárdal og lektor við LbhÍ. Þóroddur er jarðræktarfræðingur M.S. frá North Dakota State University.
Málstofan er send út á netinu og má nálgast með því að smella hér.