Landbúnaður á Vesturlandi – Horft um öxl og fram á veginn

Í tilefni af 25 ára afmæli Búnaðarsamtaka Vesturlands þann 23. júní sl. verður haldin málstofa í Ársal, í Ásgarði á Hvanneyri, fimmtudaginn 4. nóvember og hefst kl 13:00.
Málstofustjóri verður Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.

Að málstofu lokinni verður opið hús hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands. Málstofugestir eru hvattir til að líta við og kynna sér starfsemina.

Bændur og annað áhugafólk um íslenskan landbúnað er hvatt til að mæta!

Dagskrá málstofunnar.