Íslensk geitfjárrækt

Endurmenntun LbhÍ í samstarfi við Geitfjárræktarfélag Íslands býður fram námskeið sem er ætlað geitfjáreigendum og öllu áhugafólki um geitfjárrækt. Farið verður yfir helstu atriði í ræktun, fóðrun og nýtingu geitfjárstofnsins, framtíðarhorfur og tækifæri. Í lok námskeiðs verður farið í heimsókn að Háfelli í Hvítársíðu. Leiðbeinendur eru Birna Kristín Baldursdóttir, umsjónarmaður Erfðalindaseturs LbhÍ, Jóhanna Þorvaldsdóttir, bóndi á Háafelli og Ólafur Dýrmundsson landsráðunautur hjá BÍ. Námskeiðið hefst þann 4. mars kl. 13 og stendur til kl. 17:00 á Hvanneyri.

“Mikil umræða hefur verið um okkar sérstöku, íslensku dýrastofna sem margir hverjir eru ekki fjölmennir og hugsanlega í ákveðinni útrýmingarhættu. Því er nauðsynlegt að miðla af reynslu og þekkingu til áhugasamra og þétta þann hóp sem hefur áhuga á að varðveita og bæta þennan sérstæða stofn okkar. Geitfjárstofninn býður líka uppá ýmis tækifæri til nýsköpunar í tengslum við handverk, matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu. Hér gefst því kjörið tækifæri fyrir alla óháð bakgrunni að fræðast um geitfjárstofninn okkar, umhirðu og tækifæri, jafnframt því að skoða geitur og spjalla við fólk með sama áhuga “, sagði Ásdís Helga Bjarnadóttir, umsjónarmaður námskeiðsins.

Sjá nánar hér.

//lbhi.is