Gæðakröfur fyrir bygg til manneldis

Notkun á innlendu korni til manneldis hefur aukist verulega á síðustu árum. Þessi þróun kallar á stöðug gæði kornsins og að bæði kaupendur og seljendur hafi lýsingar á gæðakröfum til að styðjast við. Hjá Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands hafa verið unnin verkefni til að auðvelda nýtingu á innlenda korninu til manneldis og hefur Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrkt þessi verkefni. Teknar hafa verið saman gæðakröfur fyrir matbygg og bygg til ölgerðar. Í þeim er lýst lágmarkskröfum til þroska byggsins, þurrkunar, hreinsunar, efnainnihalds og örvera. Gæðakröfunum er ætlað að vera viðmiðun í viðskiptum með bygg til matvælaframleiðslu. Mismunandi kröfur eru settar fram um matbygg og bygg til ölgerðar.

Á heimasíðu LbhÍ er að finna samantekt á gæðakröfum fyrir þurrkað bygg. Þessa samantekt má nálgast með því að smella hér.

//lbhi.is