Dalamenn halda meistaramót Íslands í rúningi

0 (32)

Meistaramót Íslands í rúningi verður haldið laugardaginn 25. október í Dalasýslu. Það er Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu sem skipuleggur keppnina sem mun vera fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Keppnin er haldin í tengslum við árlegan Haustfagnað sauðfjárbænda sem haldinn er í Dalasýslu þessa helgi. Hún er studd af Íslenskum Búrekstrarvörum (isbu.is) og Ístex (Íslenskur textíliðnaður hf). Á mótið mætir dómari frá British wool board sem er breska ullarsambandið auk þess sem tveir efnilegustu rúningsmenn á Bretlandi verða á staðnum. Keppnin verður auglýst samhliða haustfagnaði en tekið er við skráningum auk þess sem hægt er að fá frekari upplýsingar) hjá Helga Hauk í síma 865-1717 eða helgi@isbu.is
Frétt á www.skessuhorn.is