Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna er komin á netið. Hér fyrir neðan er hrútaskráin í tvennu lagi, annars vegar þeir hrútar sem eru á Vesturlandi og hins vegar á Suðurlandi. Prentaða skráin er væntanleg á mánudag og verður dreift á kynningarfundum sem byrja í næstu viku. Hrútar á Vesturlandi Hrútar á Suðurlandi
Stjórn Bændasamtaka Íslands hefur ákveðið að boða til auka búnaðarþings fimmtudaginn 24. nóvember næstkomandi. Tilefni er breytingar á samþykktum BÍ vegna innheimtu félagsgjalda. Á fundi með formönnum og framkvæmdastjórum búnaðarsambanda og búgreinafélaga var ákveðið að fara þessa leið. Þingið mun hefjast kl. 11 og ljúka samdægurs.
Skrifstofa Búnaðarsamtaka Vesturlands verður lokuð vegna sumarlokana starfsfólks 11.júlí til 2.ágúst 2016. Vegna áríðandi erinda er hægt að hringja í framkvæmdastjóra Guðmund Sigurðsson í síma 892 0659.