Author: buvest
Kynning á hrútum og upplýsingar frá Sauðfjársæðingastöðinni.
Hér er hægt að nálgast kynningarefni á hrútakosti vetrarins https://www.youtube.com/watch?v=otggk7DF3dI&t=0 Afgreiðsla á hrútasæði verður dagana 1. des til 21. des. Flesta daga mun sæði verða tilbúið upp úr kl 10 en þegar mesta álagið er um miðjan mánuðinn getur þó eitthvað seinkað. Frjótæknar munu að einhverju leiti sjá um dreifingu eins og undanfarin ár. Pöntunarkerfi erRead more about Kynning á hrútum og upplýsingar frá Sauðfjársæðingastöðinni.[…]
Námskeið í sauðfjársæðingum
Miðvikudaginn 2. desember verður haldið námskeið í sauðfjársæðingum á Hvanneyri og Hestbúinu kl. 13.00 – 18.00. Hér https://endurmenntun.lbhi.is/saudfjarsaedingar/ er hægt að skrá sig.
Hrútaskráin er komin á vefinn
Hér er hægt að nálgast hrútaskrá fyrir veturinn 2020-2021. https://www.rml.is/static/files/RML_saudfjarraekt/kynbotastarf/hrutaskra/hrutaskra_2020-21_vef.pdf Skráin fer síðan í dreifingu í næstu viku.
Haustskýrsla í Bústofn – skila þarf eigi síðar en 20.nóvember 2020
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur opnað fyrir skráningar á haustskýrslum fyrir árið 2020 í Bústofni. Í samræmi við 10. gr. laga um búfjárhald nr. 38/2013, er öllum umráðamönnum búfjár skylt að skila árlega rafrænni haustskýrslu í Bústofni, eigi síðar en 20. nóvember. Í haustskýrslunni skal koma fram fjöldi ásetts búfjár af hverri tegund, allt búfé íRead more about Haustskýrsla í Bústofn – skila þarf eigi síðar en 20.nóvember 2020[…]