Aðalfundur BV var haldinn að Breiðablik 30. mars sl. Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á fundinum.
Búfjárræktarnefnd
1. Aðalfundur BV haldinn að Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshrepp 30. mars 2011 hvetur MAST til að endurskoða alla vinnuferla varðandi sýnatöku og úrvinnslu vegna garnaveiki í ljósi þeirra mistaka sem áttu sér stað á starfssvæði BV árið 2008.
Greinargerð: Mistök áttu sér stað við sýnatöku frá bæ sem leiddi til þess að sýnin voru ónýt en þrátt fyrir það var viðkomandi bær settur á lista yfir garnaveikibæi vegna getgátna um að hugsanlega væru þau frá viðkomandi bæ. Einnig er með öllu óásættanleg vinnubrögð hjá MAST að hvorki bændurnir sjálfir né héraðsdýralæknir hafi fengið tilkynningu um niðurstöðuna. MAST á að greina bændum frá niðurstöðum greininga á öllum sýnum sem tekin eru í sláturhúsum úr þeirra sláturhóp, einstaklingsmerkt óháð niðurstöðu.
Samþykkt samhljóða
2. Aðalfundur BV haldinn að Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshrepp 30. mars 2011 telur það óásættanlegt að starfmenn Mast bregðist skyldum sýnum í að framkvæma garnaveikibólusetningu á þeim svæðum sem hennar er krafist eins fljótt og auðið er eftir að þeim berst tilkynning um óbólusett fé. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið dýralækna og bænda að reyna að útrýma garnaveiki í héraði. Því er það miður að dýralæknar bregðist ekki við þegar tilkynningar berast um óbólusett fé.
Samþykkt samhljóða
3. Aðalfundur BV haldinn að Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshrepp 30. mars 2011 beinir því til Landssamtaka sauðfjárbænda að láta kanna hvort mikið sé um að ær séu fengnar þegar þeim er slátrað síðla vetrar og hvort sláturhús láti bændur almennt vita af slíku.
Greinargerð: Algengt er að sauðfjárbændur sendi geldar ær og smálömb í sláturhús seinnihluta vetrar eftir að búið er að telja fóstur. Í einhverjum tilfellum hafa ærnar verið fengnar og viðkomandi bóndi fengið upplýsingar um það. Það er hins vegar mikilvægt að það sé tryggt að þessar upplýsingar skili sér skilyrðislaust til bænda, ef fé kemur fengið til slátrunar.
Samþykkt samhljóða
4. Aðalfundur BV haldinn að Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshrepp 30. mars 2011 beinir því til stjórnar BV að beita sér fyrir því að í ný lög um dýravernd og búfjárhald komi úrræði sem beita má við brotum á þeim.
Samþykkt samhljóða
5. Aðalfundur BV haldinn að Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshrepp 30. mars 2011 hvetur Matvælastofnun til að sýna því skilning að gripir geti tapað merkjum úr eyrum sér.
Samþykkt samhljóða
Allsherjarnefnd
1. Aðalfundur BV haldinn að Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshrepp 30. mars 2011 felur stjórn BV að skipa þriggja manna nefnd sem hefur það hlutverk að skoða samþykktir BV og framtíð leiðbeiningarþjónustunnar með tilliti til breytts fjárhagsumhverfis. Nefndin skili af sér fyrir formannafund Búnaðarsambandanna 2011.
Greinargerð: Síðan Búnaðarsamtök Vesturlands voru stofnuð hafa samgöngur batnað, samskiptatækni fleygt fram, búskaparhættir breyst, og fækkað hefur í hópi starfandi bænda og búnaðarfélög verið sameinuð. Starfsumhverfi leiðbeiningarþjónustunnar hefur tekið umtalsverðum breytingum síðastliðin ár. Í nýjum búnaðarlagasamningi er töluverður samdráttur í starfsfé til búnaðarsambanda sem mun óneitanlega hafa áhrif á rekstur leiðbeiningarþjónustunnar í heild sinni. Nauðsynlegt er að samhliða þessum breytingum sé starf leiðbeiningarþjónustunnar endurskoðað ásamt samþykktum BV.
Samþykkt samhljóða
Fjárhagsnefnd
1. Aðalfundur BV haldinn að Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi 30. mars 2011 samþykkir að laun stjórnar og nefndarmanna verði eftirfarandi:
Formaður kr. 120.000 á ári og kr 10.000 á fund.
Aðrir stjórnarmenn kr. 50.000 á ári og kr 10.000 á fund.
Varamaður stjórnarmanns fái kr. 10.000 á fund.
Skoðunarmenn reikninga kr. 12.000.
Auk framangreindra launagreiðslna verði greiddur akstur samkvæmt aksturstaxta ríkisins.
Fulltrúar á aðalfundi fái greiddan akstur.
Greiðsla fyrir setu á aðalfundi er ½ dagpeningur en 1. mars 2011 er ½ dagpeningur á dagpeningataxta ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands kr 8.750.
Fulltrúar sem sitja í Búgreinaráðum fái greiddan akstur samkvæmt aksturstaxta ríkisins.
Greiðsla fyrir setu á Búgreinaráðsfundum er ½ dagpeningur en 1. mars 2010 er ½ dagpeningur á dagpeningataxta ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands kr 8.750
Samþykkt samhljóða
2. Aðalfundur BV haldinn að Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshrepp 30. mars 2011 samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2011.
Rekstrartekjur |
Áætlun 2011 |
Raun 2010 |
|
Seld þjónusta |
– 71.721.500 |
– 72.870.819 |
|
Starfsfé |
– 54.110.774 |
– 57.280.001 |
|
Aðrar tekjur |
|
– 45.682 |
|
|
– 125.832.274 |
– 130.196.502 |
Rekstrargjöld |
|
|
|
|
Rekstrarvörur |
13.913.324 |
13.704.618 |
|
Laun og launatengd gjöld |
74.468.000 |
83.582.104 |
|
Bifreiða- og ferðakostnaður |
17.375.134 |
17.865.321 |
|
Annar rekstrarkostnaður |
12.080.000 |
16.304.004 |
|
Afskriftir |
6.613.691 |
6.613.691 |
|
|
124.450.149 |
138.069.738 |
|
|
|
|
Hagnaður (tap) fyrir fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) |
1.382.125 |
– 7.873.236 |
|
|
|
|
Afkoma dótturfélags |
50.000 |
42.670 |
|
|
|
|
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) |
|
|
Vaxtagjöld og verðbætur |
– 1.000.000 |
1.667.401 |
Hagnaður (tap) ársins |
432.125 |
– 6.163.165 |
Samþykkt samhljóða
3. Aðalfundur BV haldinn að Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshrepp 30. mars 2011 ákvarðar árgjald til BV vegna yfirstandandi árs verði kr. 3000 á gjaldskyldan félagsmann.
Samþykkt samhljóða
Félagsmálanefnd
1. Aðalfundur BV haldinn að Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshrepp 30. mars 2011 hvetur búnaðarfélögin á starfssvæði BV að skoða vandlega kosti og galla þess að sameinast í stærri og öflugri félagslegar einingar en nú þegar eru til staðar, aðalfundurinn hvetur stjórn BV til að fylgja málinu eftir.
Greinargerð: Á starfssvæði BV eru 18 búnaðarfélög sem eru misvirk. Telur stjórn BV nauðsynlegt að tryggja öllum þeim sem vilja vera félagslega virkir og starfa í öflugu búnaðarfélagi að hafa aðgang að virku félagi á sínu svæði. Búnaðarfélög eru mikilvægt bakland BV og nauðsynlegt er að virkja grasrótina og láta rödd bænda heyrast.
Samþykkt samhljóða
2. Aðalfundur BV haldinn að Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshrepp 30. mars 2011 hvetur stjórn BV að halda opna bændafundi fyrir búnaðarþing með kjörnum búnaðarþingsfulltrúum til að móta tillögur fyrir búnaðarþing.
Samþykkt með þorra atkvæða
3. Aðalfundur BV haldinn að Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshrepp 30. mars 2011 hvetur Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið til að hraða vinnu við endurskoðun reglugerðar um dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum, þar sem dýravelferð, dýralæknaþjónusta og bráðaþjónusta verði tryggð.
Greinargerð: Miklar breytingar verða við að héraðsdýralæknum í landinu verður fækkað en eftirlitsdýralæknum fjölgað. Þetta mun hafa verulegar breytingar í för með sér á því hvar dýralæknar verða staðsettir og hætta er á að erfitt verði að manna sum svæði á landinu.
Tryggja verður:· að ávallt sé dýralæknir á vakt í öllum héruðum landsins.
· að fjarlægðir við næsta dýralækni séu ekki meiri en svo að ekki varði við dýravelferð að bíða eftir að dýralæknir komi í útkall.
· að komið sé til móts við þá sem búa fjærst þjónustu dýralækna með því að nýta heimildir um ávísun og afhendingu dýralyfja til varðveislu hjá bændum.
· að komið sé til móts við þá bændur sem búa fjærst þjónustu dýralækna er varðar ferðakostnað dýralæknis að meintum sjúkling.
Samþykkt samhljóða
Jarðræktar- og umhverfisnefnd
1. Aðalfundur BV haldinn að Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshrepp 30. mars 2011 beinir því til stjórnvalda að virðisaukaskattur verði endurgreiddur af jarðhitaleit og virkjunum til húshitunar.
Samþykkt samhljóða
2. Aðalfundur BV haldinn að Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshrepp 30. mars 2011 lýsir stuðningi við frumvarp Einars K. Guðfinnssonar um niðurfellingu virðisaukaskatts af refa- og minkaveiðum
Samþykkt samhljóða
3. Aðalfundur BV haldinn að Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshrepp 30. mars 2011 skorar á Landssamtök sauðfjárbænda og BÍ að fá leiðréttingu á afurðaverði sauðfjárafurða, en bil á milli þess og rekstrarkostnaðar hefur aukist og komið langt yfir þolmörk bænda.
Samþykkt samhljóða
4. Aðalfundur BV haldinn að Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshrepp 30. mars 2011 skorar á stjórnvöld að auka greiðslur til refa- og minkaveiða.
Samþykkt samhljóða
5. Aðalfundur BV haldinn að Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshrepp 30. mars 2011 hvetur bændur og landeigendur til að taka myndarlega þátt í umhverfisátaki sveitarfélaganna, þar sem það er í boði.
Samþykkt samhljóða
|