Ferðaþjónusta – fuglaskoðun

 

 

Útflutningsráð Íslands hefur unnið að uppbyggingu á ferðatengdri þjónustu við fuglaskoðara. Í framhaldi af þeirri vinnu fóru fyrirtæki á sýninguna Birdfair í Rutland í ágúst 2009. Sýningarþátttaka tókst með ágætum nú á að endurtaka leikinn og hefur verið fenginn úthlutaður 18m2 bás á Birdfair sýningunni. Um 300 sýnendur taka þátt víða að úr heiminum og rúmlega 20.000 manns sækja sýninguna heim.

Áhugasömum um þátttöku eða nánari upplýsingar er bent á að hafa samband við Berglindi Steindórsdóttur, berglind@utflutningsrad.is eða Björn H. Reynisson, bjorn@utflutningsrad.is fyrir 17. maí.

Mikilvægt er að þeir sem taka þátt í sýningunni séu tilbúnir í sölu á þjónustu við fuglaskoðara.

Þátttökukostnaður fyrir hvert fyrirtæki er 25.000 kr.

Tekið skal fram að þar sem sýningarbásinn er ekki stór þarf að takmarka fjölda sýnenda og því er reiknað með að velja þurfi úr hópi umsækjenda ef margar umsóknir berast.

Umsóknareyðublað má nálgast hér

Nánari upplýsingar um sýninguna er að finna á vefsíðunni: