Umsóknir um kaup á líflömbum

Litamerking sauðfjár
Litamerking sauðfjár

Þeir sem hyggjast kaupa líflömb skulu sækja um það til Matvælastofnunarfyrir 1. júlí á sérstökum eyðublöðum, sem eru að finna á heimasíðu stofnunarinnar.
Þar er einnig listi yfir þá sem fengið hafa leyfi til að selja líflömb.

Matvælastofnun veitir leyfi fyrir 1. ágúst eða hafnar umsókninni ef umsækjandi uppfyllir ekki skilyrði reglugerðarinnar.
Einnig er hægt að sækja um að kaupa hrúta á Hrútadegi á Raufarhöfn.

Þeir sem hyggjast sækja um eru hvattir til að kynna sér reglugerð nr. 550/2008 um flutning líflamba milli landsvæða.

Sjá nánar um varnarhólfhér
.
Nánari upplýsingar veita: Þorsteinn Ólafsson, sérgreinadýralæknir og Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir, í síma 530 4800