Sauðfjársæðingar 2021

 

Afgreiðsla á sæði verður frá 1. des til 21. des.

Flesta daga mun sæði verða tilbúið upp úr kl 10 en þegar mesta álagið er um miðjan mánuðinn getur þó eitthvað seinkað.

Frjótæknar munu að einhverju leiti sjá um dreifingu á Snæfellsnesi eins og undanfarin ár.

Pöntunarkerfi er hér til hliðar á heimasíðunni ven ef menn lenda í vandræðum með að panta má alltaf senda póst á bv@bondi.is  eða hringja í síma 892 0517.

Afsláttur á hrútasæði til félagsmanna BV.

Þeir félagsmenn sem hafa greitt árgjald Búnaðarsamtaka Vesturlands 31. des munu fá 8% afslátt af hrútasæði.

Prentaða útgáfan af Hrútaskránni liggur frammi í Kaupfélaginu í Borgarnesi og KM Þjónustunni í Búðardal og geta bændur nálgast hana þar. Einnig má nálgast hana á skrifstofu BV á Hvanneyri.

Bændur á fjarlægari stöðum geta haft samband við okkur og finnum leið til að koma hrútaskránni til þeirra.

Með kveðju