Reiðmaðurinn – LbhÍ

Reiðmaðurinn, er tveggja ára nám í gegnum Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands, sem tekið verður inn í þriðja sinn í haust. Námið verður boðið fram á fimm stöðum haustið 2010, m.a. í reiðhöllinni á Flúðum, á Iðavöllum á Héraði, í Top Reiter reiðhöllinni á Akureyri, í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi og á Sörlastöðum í Hafnarfirði. Kennt er ca. einu sinni í mánuði frá föstudegi til sunnudags, september til apríl bæði árin. Auk þess fær fólk bóklega kennslu í gegnum fjarnám og staka fyrirlestra.

Nánari upplýsingar um námið, verð, kröfur og umsóknareyðublað má finna hér: hér.

Umsóknafrestur er til 6. ágúst.

Helstu kröfur eru að viðkomandi sé orðin 16 ára, hafi áhuga á hrossum og aðgang að vel þjálfuðum og gangsömum hestum. Ekki er gerð krafa um stúdentsnám eða annan bakgrunn, en áhersla lögð á að viðkomandi sé vel tölvufær.

Gera þarf ráð fyrir að hafa hross á húsi allan námstímann og vinna vel í þjálfun hrossins milli tíma samhliða að lesa fræðin heima.

Fjallað hefur verið um Reiðmanninn í Tímaritinu Eiðfaxa og m.a. talað við nemendur sem útskrifuðust úr náminu í vor frá Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum. Nemandahópar eru nú með haustinu að hefja sitt annað ár í Rangárhöllinni við Hellu og Hestamiðstöðinni Dal í Dallandi í Mosfellssveit.

Áhugasamir hafi samband við Ásdísi Helgu Bjarnadóttur verkefnisstjóra Endurmenntunardeildar með tölvupósti á netfangið asdish@lbhi.is eða endurmenntun@lbhi.is Einnig er hægt að hringja í síma 433 5000 en vegna sumarleyfa er hentugra að senda tölvupóst, hann verður skoðaður nokkuð reglulega.