Opnað hefur verið fyrir rafræna umsókn á þróunar- og jarðabótum fyrir haustið 2010

Nú hefur verið opnað fyrir rafræna umsókn á þróunar- og jarðabótum fyrir haustið 2010. Við hvetjum menn til að sækja um sem fyrst!

Flokkarnir sem sótt er um nú eru eftirfarandi:

– Viðhald framræslu – skurðahreinsun
– Kölkun túna
– Jarðrækt (kornrækt, gras og grænfóður). Athugið skilyrði um málsetta uppdrætti eða túnakort til að fá úttekt í jarðrækt.

Einnig þarf að sækja um úttektir í öðrum flokkum sem sótt var um fyrir 1. mars sl. sé þeim framkvæmdum lokið. Hægt er að sækja um úttekt á heimasíðunum www.buvest.is og www.bondi.is eða með því að hringja á skrifstofu BV. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu BV í síma 437 1215.

Umsóknareyðublaðið má nálgast með því að smella á linkinn hér að neðan:
Beiðni um úttekt á þróunarverkefnum og jarðabótum