Jarðabætur 2012


Á heimasíðu Bændasamtaka Íslands, www.bondi.is hægra megin á síðu er flipi: Jarðabótastyrkir – sækja um. Þar má finna reglur um styrki til jarðræktar ásamt umsóknareyðublaði sem hægt er að prenta út og senda til skrifstofu BV á Hvanneyri. Frá og með 1. júlí munu bændur geta sótt um jarðabótastyrk rafrænt á sínum aðgangi á Bændatorginu. Umsóknafrestur er til 10. september. Bændur sem stunda einhverskonar ræktun á korni, grænfóðri eða eru að endurrækta/nýrækta tún eru hvattir til að sækja um styrk. Sækja þarf um á kennitölu rekstareiningar þar sem búnaðargjaldsskyld framleiðsla er stunduð.

Nú er gerð ríkari krafa um að með umsókn vegna jarðabóta skuli fylgja túnkort af ræktarlandinu eða það sé aðgengilegt hjá viðkomandi ráðunautaþjónustu (t.d. í gegnum Jörð.is). Eins og fram kemur á eyðublaði þarf umsækjandi að tiltaka númer á spildum og stærðir. Það er á ábyrgð umsækjanda að kanna hvort afrit af túnakorti sé til á skrifstofu BV ef það er ekki á jörð.is. Einnig eru bændur hvattir til að tilgreina tegund ræktunar og yrkja sem sáð er, upplýsingar þessar verða svo aðgengilegar á jörð.is.

Framlag á hektara fyrir hvert bú ræðst af umfangi ræktunar. Á síðasta ári reyndist framlag á ha. vera 13.050 kr. að 20 hektara ræktun og 8.700 kr. á hektara umfram 20 hektara ræktun. Enginn styrkur var á ræktun umfram 40 ha.