Bændur á starfssvæði BV


Þann 1. ágúst mun ég hætta störfum hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands.
Fjölskyldan er að flytja búferlum á mínar æskuslóðir, í Þistilfjörðinn. Þar mun ég taka við stöðu skrifstofustjóra Langanesbyggðar um næstu mánaðarmót.

Þeir sem eiga framvegis erindi við framkvæmdarstjóra BV er bent á að hafa samband við skrifstofu BV í síma 437-1215. Þar til nýr framkvæmdarstjóri tekur til starfa mun Helga Halldórsdóttir skrifstofustjóri BV taka við verkefnum framkvæmdarstjóra. Hægt er að hafa samband við Helgu í síma 437-1215 eða á netfangið heh@bondi.is. Einnig er hægt að senda tölvupóst á formann BV Guðnýju H. Jakobsdóttur á netfangið knarrartunga@simnet.is
Þegar ráðinn hefur verið nýr framkvæmdarstjóri verður það kynnt á heimasíðunni buvest.is og í fréttabréfi.

Síðustu ár hafa verið viðburðarrík og skemmtileg og hefur mér og fjölskyldu minni liðið vel að búa og starfa á starfssvæði BV.
Með þessari orðsendingu vil ég þakka kærlega fyrir góða viðkynningu og gott samstarf á undanförnum árum og óska ykkur öllum alls hins besta í framtíðinni.

Bestu kveðjur
Sirrý
Framkvæmdarstjóri
Búnaðarsamtökum Vesturlands