Saga BV

Saga BV

Búnaðarsamtök Vesturlands voru stofnuð þann 23. júní 1985, af þremur búnaðarsamböndum: Búnaðarsambandi Borgarfjarðar, Búnaðarsambandi Snæfellinga og Búnaðarsambandi Dalamanna. Bændaskólinn á Hvanneyri varð aukaaðili að samtökunum.

Árið 1997 tóku Búnaðarsamtök Vesturlands yfir rekstur búnaðarsambandanna.

Árið 2001 voru búnaðarsamböndin sameinuð undir merki Búnaðarsamtaka Vesturlands. Tekin var stefnan á að byggja upp öfluga leiðbeiningamiðstöð og var það í samræmi við ályktanir Búnaðarþings. Fyrstu árin var leiðbeiningamiðstöðin í Borgarnesi, en í september 2003 var starfsemin flutt að Hvanneyri. Í gildi er samningur við Kjalnesinga um kúasæðingar og frá árinu 2003 er í gildi samstarfssamningur við Vestfirðinga um leiðbeiningaþjónustu.