Átaksverkefninu “Skotveiðihlunnindi” er ætlað að auka hagrænt gildi skotveiðihlunninda og standa vörð um hagsmuni landeigenda og ábúenda.
Verkefnið hófst haustið 2005 og er styrkt af Bændasamtökum Íslands og Framleiðnisjóð Landbúnaðarins.
Markmið átaksverkefnisins
- Nýta kortagrunn til að kortleggja framboð á skotveiði á starfssvæði BV og ná með því yfirsýn yfir nýtingu skotveiðihlunninda á þessu landsvæði.
- Funda með landeigendum, ábúendum og búnaðarfélögum um þeirra viðhorf til að nýta þessi hlunnindi og viðhorf til stofnunar formlegra félaga um þessi málefni.
- Móta í samráði við lögfræðing BÍ og hlunnindaráðunaut leiðbeiningarefni til bænda varðandi rétt þeirra til nýtingar og sölu skotveiðihlunninda og e.t.v. sambærilegra hlunninda. Útgáfa á þessu verði á vef BÍ og BV.
- Móta samstarf við ferðaþjónustuaðila og aðra um samstarf í tengslum við markaðssetningu á skotveiðihlunnindum.
- Gera tillögur um leiðir til að auka hagrænt gildi annarra hlunninda.
Þeir sem hafa áhuga á ferkari upplýsingum um verkefnið er bent á að hafa samband við Sigríði Jóhannesdóttur, verkefnisstjóra, í síma 437-1215 eða senda póst ásjo@bondi.is
Aukið hagrænt gildi skotveiðihlunninda Grein frá fræðaþingi landbúnaðarins 2006.
Veiðiréttur í eignarlöndum
Lög og reglugerðir:
Lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum
Vopnalög
Könnun um nýtingu skotveiðihlunninda á lögbýlum
Skotveiðikort:
Frá Hlunnindafélagi Borgarfjarðarsýslu:
Félaginu er ætlað að vera landeigendum og veiðimönnum til aðstoðar við nýtingu skotveiðihlunninda á hagkvæman og sjálfbæran hátt. Sem lið í því hefur félagið látið gera kort af fjalllendinu umhverfis Okið þar sem sjá má landamerki og nýtingu jarða og afrétta á þessu svæði. Smellið hér til að skoða kortið.