Nýting sauða- og geitamjólkur

Nýting sauða- og geitamjólkur

Verkefnið hófst sumarið 2004, í samvinnu við Matra, LBHÍ og Mjólkursamlagið í Búðardal. Síðar kom Búnaðarsamband Eyjarfjarðar inn í verkefnið.

Markmið verkefnisins:
– Kanna hvort nýting sauðamjólkur geti verið leið til að bæta afkomu sauðfjárbænda
– Auka fjölbreytni og framboð á mjólkurvörum
– Skapa nýtingarmöguleika fyrir afurðir íslenska geitastofnsins sem lið í að forða honum frá útrýmingu

Verkefnið fór rólega af stað fyrsta árið og söfnuðust aðeins 100 kg af sauðamjólk og 75 kg af geitamjólk. Sumarið 2005 voru unnir ostar úr mjólkinni og settir í sölu.
Haustið 2005 söfnuðust nálægt 800 kg af sauðamjólk og 1800 kg af geitamjólk. Ostar voru unnir úr mjólkinni hjá mjólkursamlaginu í Búðardal og verða kynntir og seldir í sumar, m.a. á Bændamarkaði BV á Hvanneyri.

Framtíðarsýn:
– Aukabúgrein með hefðbundinni sauðfjárrækt og jafnvel í tengslum við ferðaþjónustu (heimavinnsla og sala)
– Grundvöllur fyrir viðhaldi geitastofnsins
– Aukið vöruúrval og þjónusta við almenna neytendur
– Þjónusta við neytendur með sérþarfir, s.s. mjólkuróþol og jafnvel fleiri heilsufarsvandamál

Þeir sem hafa áhuga á frekari upplýsingum um verkefnið er bent á að hafa samband við Sigríði Jóhannesdóttur í síma 437-1215 / 892-0515 eða senda póst á netfangiðsjo@bondi.is

Grein um sauða- og geitaost, birt í Frey, tbl. 6, 2006.

Grein um nýtingu sauða- og geitaosta frá Fræðaþingi landbúnaðarins 2006.