Námskeið LBHI 2004

Námskeið hjá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri

Betra bú – landnýtingaráætlun, Hvanneyri 4. & 25. nóvember
Námskeið fyrir bændur og aðra landnotendur.
Vilt þú skipuleggja landnýtingu á þinni jörð og auka hagkvæmni í nýtingu lands?
Þarft þú að búa til landnýtingar- og landbótaáætlun vegna gæðastýringar í sauðfjárrækt?

Námskeiðið skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn fjallar um áætlanagerð, kortlagningu lands, landlæsi og mat á landi með hliðsjón af fyrirhugaðri nýtingu. Þátttakendur byrja vinnu við áætlanagerð á námskeiðinu. Síðari hluti námskeiðsins inniheldur fyrirlestra um landbætur í úthaga, bæði uppgræðslu og skógrækt og beitarfræði auk þess sem þátttakendur klára áætlanagerð sína. Á milli þessara námskeiðsdaga vinna þátttakendur áfram að gerð landnýtingaráætlunar fyrir sitt land og fá heimsókn til leiðsagnar.Þátttakendur fá í hendur loftmynd/jarðarkort af jörð sinni og möppu sem inniheldur leiðbeiningar um vinnuferlið, eyðublöð og ýmislegt ítarefni.

Landnýtingaráætlun er eitt af mikilvægari hjálpartækjum í nútímabúskap þar sem hún gefur m.a. yfirsýn yfir helstu grunnþætti búskaparins, þ.e. bújörðina sjálfa, ástand hennar og nýtingarmöguleika. Áætlunin getur jafnframt verið liður í alhliða búrekstraáætlun.
Slík áætlun veitir möguleika á styrk samkvæmt Búnaðarlagasamningi (Framlög til þróunarverkefna og jarðabóta á lögbýlum).
Betra bú er samstarfsverkefni Landgræðslu ríkisins, Bændasamtaka Íslands, Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og skógræktarstofnana.

Þátttökugjald fyrir bændur (án loftmyndar) er kr. 12.000 (með styrk frá Framleiðnisjóði).
Skráningarfrestur til 26. október.

Málmsuða, Hvanneyri 11.-12. nóvember
Námskeiðið er ætlað fólki sem hefur litla eða enga reynslu af málmsuðu. Fjallað er um notagildi raf- og logsuðutækja og þátttakendur fá þjálfun í notkun þeirra. Kennsla er að mestu verkleg í nýrri kennsluaðstöðu í Bútæknihúsi RALA. Jafnframt er leiðbeint um ýmsa þætti er varða notkun og meðferð efna til málmsmíða.
Skráningarfrestur til 3. nóvember.

Rúningur sauðfjár, kennslubúinu á Hesti 15.-16. nóvember
Námskeiðið er ætlað fólki með litla eða enga reynslu af vélrúningi. Sýnikennsla og verkleg þjálfun. Hagnýtur fróðleikur um frágang ullar.
Skráningarfrestur til 5. nóvember.

Skógarnytjar, Hvanneyri 19.-20. nóvember
Að kynna þátttakendum fjölbreytilegt notagildi skóga. Nýting timburs úr skógum af ýmsum gerðum og gæðum í smíðar, handverk o. fl. Nýting annarra afurða skóga, s.s. berja, sveppa o. fl. Skógar sem útivistarsvæði. Aðferðir til að auka notagildi skóga í uppvexti.
Skráningarfrestur til 12. nóvember.

Frumtamning – endurþjálfun, Miðfossum 27.-28. nóvember
Kennd eru vinnubrögð við frumtamningar og endurþjálfun hrossa. Áhersla er lögð á sálfræðilega hluta verksins og því geta þátttakendur komið með hross á öllum stigum tamningar og þjálfunar. Þátttakendur koma með eitt hross og reiðtygi.
Skráningarfrestur til 19. nóvember.

Tilkynnið þátttöku til Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, s: 433-7000 eða beint til endurmenntunarstjóra LBH, s: 433-7040, helgibj@hvanneyri.is Ferkari upplýsingar er einnig hægt að finna á heimasíðu LBH (www.hvanneyri.is).

Fleiri námskeið gætu komið á dagskrá síðar í haust og breytingar geta orðið á auglýstum námskeiðum. Námskeiðin eru háð því að næg þátttaka fáist (mism. milli námskeiða). Einnig viljum við vekja athygli á að bændur og félög þeirra geta óskað eftir ákveðnum námskeiðum. Einnig eru nýjar hugmyndir um námskeiðsefni vel þegnar.