Frumkvöðlasmiðja

Vilt þú prófa eitthvað nýtt?
Frumkvöðlasmiðja / námskeið um aðferðir og tækni við að leita að og leggja mat á viðskiptatækifæri.

Við skoðum aðferðir við að koma auga á tækifæri í umhverfinu. Æfum sölutækni og förum helstu grunnatriði sem þarf að kunna skil á til að skrifa viðskiptaáætlun sem virkar. Raunar er markmiðið að allir geri stutta viðskiptaáætlun á námskeiðinu, en hún verður eingöngu unnin á glærur og kynnt í lok námskeiðs. Allir fá tækifæri til að tjá sig í lokin frammi fyrir hópnum (í hópi ef margir þátttakendur).
· Hvernig má koma auga á viðskiptatækifæri í eigin umhverfi og hvernig má nýta þau í ábataskyni?
· Mótun stefnu og markmiðasetning
· Grundvallaratriði við gerð viðskiptaáætlunar
· Þróun, markaðsmál, fjárhagslegar áætlanir, fjármögnun.
· Sala- og samningatækni.
· Internetið.
· Tækni við að kynna og “selja” viðskiptahugmyndir.Að námskeiðinu standa:
· Búnaðarsamtök Vesturlands
· Búnaðarsamband Vestur-Húnavatnssýslu
· Bændasamtökin “Sóknarfæri til sveita”
· Framleiðnisjóður landbúnaðarins
· Frumkvöðlafræðslan ses.

Viðskiptatækifæri er hugmynd sem byggir á þörf

Fyrir hverja?
Bændur og búalið á Vesturlandi og Norð-Vesturlandi.

Eitthvað fyrir mig?
Fékkstu nýlega hugmynd sem gaman væri að skoða hvort mætti breyta í arðbæran rekstur? Eða langar þig til að láta reyna á viðskiptahugmynd en ert ekki viss um hvort þú ráðir við það? Eða langar þig að vinna með skemmtilegum hópi við að leita að áhugaverðri viðskiptahugmynd og leggja síðan mat á hana? Ef svo er, þá er “Frumkvöðlasmiðjan” eitthvað fyrir þig.

Tímasetningar og verð

Laugum, Sælingsdal dagana 6, 13, 20 og 27 nóvember kl. 10:00-16:00. Þáttökugjald á námskeiðið er kr. 26.000. Einstaklingar sem búsettir eru á lögbýlum njóta styrks frá Framleiðnisjóði og greiða því einungis 10.000.

Leiðbeinandi

Leiðbeinandi verður G. Ágúst Pétursson, stjórnarformaður Frumkvöðlafræðslunnar. Ágúst hefur um árabil stýrt samkeppnum um viðskiptaáætlanir og haldið fyrirlestra og námskeið víða um land um viðfangsefni námskeiðsins.

Mundu: á laugardögum frá 10:00-16:00

Skráning í síma: 563-0367
Tölvupóstur: aj@bondi.is

Námskeið að Laugum, Sælingsdal
Leiðbeinandi: G. Ágúst Pétursson og Árni Jósteinsson, gestafyrirlesari.
6. nóv 13. nóv 20. nóv 27. nóv
10:00 – 12:00 – Word og Excel forritin – Tækifærin
– Val á verkefni
– Markaðsmál – Viðskiptaleikur
12:00 – 12:30 – Matarhlé – Matarhlé – Matarhlé – Matarhlé
12:30 – 14:30 – Power point og Outlook forritin – Val á verkefnum
– VÁ VÁ = Viðskiptaáætlun: Stefnumótun
– Tímaverkefni 1
– Stofnkostnaðaráætlun
– Fjárhagsáætlun
– Gestafyrirlestur: Árni Jósteinsson
– Sölumennska og sölukynning
– Kynning á viðskiptaáætlun (15 mín. pr. mann)
14:30 – 14:45 – Kaffihlé – Kaffihlé – Kaffihlé – Kaffihlé
14:45 – 16:00 – Kynning
– Frumkvöðlar
– Hugmyndaleit
– Gestafyrirlestur/Árni Jósteinsson
– VÁ: Viðskiptahugmyndin
– Tímaverkefni 2
– Markaðsmál
– Fjárhagsáætlanir
– Undirbúningur lokakynningar
– Kynningartækni
– Kynning á viðskiptaáætlun (framhald)

VÁ = viðskiptaáætlun