Afkvæmarannsóknir sauðfjár

Afkvæmarannsóknir sauðfjár

Afkvæmarannsóknir 2008

Nú er lokið uppgjöri á mögulegum afkvæmarannsóknum hér á starfssvæði Búnaðarsamtaka Vesturlands. Gerðar voru upp afkvæmarannsóknir fyrir 71 bú og afkvæmahópar sem uppfylltu lágmarksskilyrði styrkhæfra rannsókna voru 645.

Aldrei hafa verið gerðar upp jafn margar afkvæmarannsóknir á starfssvæði BV og ástæða til að hvetja sem flesta sauðfjárbændur til að taka þátt næsta haust. Til þess þarf að ómmæla og dæma ákveðinn fjölda gimbra. Lágmarksskilyrði eru a.m.k. 7 ómmældar og dæmdar gimbrar og a.m.k.10 sláturlömb undan hverjum hrút. Lágmarkið er að fimm hrútar séu bornir saman.

Synir stöðvahrúta voru að vonum ofarlega í þessum samanburði á mörgum bæjanna. Hjá hyrndu stöðvahrútunum átti Kveikur 05-965 lang flesta syni sem voru að sýna yfirburði en næstir þar á eftir komu Fróði 04-963, Lundi 03-945, Hylur 01-883, Úði 01-912, Dregill 03-947 og Spakur 00-909. Ormur 02-933 átti flesta syni kollóttra stöðvahrúta sem sýndu verulega yfirburði en næstir komu þeir Partur 99-914, Frakksson 03-974 og
Máni 03-975.

Borgarfjördur
Snaefellsnes
Dalasysla
Vestfirdir

Afkvæmarannsóknir 2007
Borgarfjörður
Dalasýsla
Snæfellsnes
Vestfirðir